Um okkur

Þjónustan okkar

Framleiðsla
Við framleiðum fjölbreytt myndefni fyrir viðskiptavini okkar ætlað hinum ýmsu miðlum og má meðal annars nefna gerð auglýsinga, kynningarefnis, grafísk myndbönd, live streymi, tónlistarmyndbönd, þáttargerð og almenn efnissköpun. Við sinnum öllum stigum framleiðslunnar og getum því tekið að okkur heildarverkefni frá byrjun til enda, eða ákveðna hluta hennar. Allt eftir stærð verkefna og þörfum viðskiptavinar hverju sinni.

 

Birtingar á samfélagsmiðlum
Vilt þú hámarka árangurinn á auglýsingunni þinni? Samfélagsmiðlarnir eru einn helsti vettvangur til að koma boðskap fyrirtækisins til skila eins og flestir þekkja orðið vel. Markmið með birtingum geta verið fjölbreytt t.a.m. að bæta vörumerkjavitund, kynna nýja þjónustu, auka umferð á vefinn, fá fleiri fylgjendur og almenn upplýsingamiðlun. Við veitum birtingaráðgjöf, sjáum um herferðir á samfélagsmiðlum og förum vandlega yfir og greinum gögn úr herferðum með viðskiptavinum okkar. Það skiptir máli að birta auglýsinguna þar sem notandinn sér hana og ef rétt er farið að auka birtingar tekjur fyrirtækisins til skemmri eða lengri tíma.


Ráðgjöf

Umhverfi auglýsingamiðla breytist ört og því er mikilvægt að aðlaga sig hratt og fylgja þeim trendum sem eru uppi á hverjum tíma. Við getum veitt viðskiptavinum fjölbreytta ráðgjöf, sem dæmi má nefna útfærslu á heildar verkefni, lengd myndbanda- og stærðarhlutföll út frá birtingarmiðlum.
 

Stock efni / Myndasafn
Undanfarin ár höfum við sankað að okkur fjölbreyttu hágæða efni af landinu öllu, bæði frá jörðu niðri og úr lofti með dróna. Ef þú ert í leit að sérstöku myndefni þá getur þú leitað til okkar.

 


Teymið

 

Viktor Aleksander Bogdanski er eigandi Blindspot og hefur víðamikla reynslu á ólíkum sviðum kvikmyndagerðar. Áhugi hans á kvikmyndagerð kviknaði við ungan aldur og ákvað hann að láta verða af draumi sínum og gera þetta að ævistarfinu, þá var ekki aftur snúið. Viktor er einstaklega skipulagður, nákvæmur og leggur sig fram við að veita persónuleg þjónustu og halda þannig áfram að bæta við hóp ánægðra viðskiptavina.

 

Alejandro Ramos Soria er lærður í kvikmyndatöku, ljósmyndun ásamt því að verða löggiltur dróna flugmaður. Það er ævintýraþráin sem leiddi hann til Íslands og hann hefur líklega ferðast meira um landið en meirihluti landsmanna. Jákvæðni, sköpunargleði og metnaður í því sem hann tekur sér fyrir hendur eru mjög lýsandi fyrir Alejandro.

 

 

Hrannar Fernandez sérhæfir sig í markaðssetningu á stafrænum miðlum og hjálpar viðskiptavinum að hámarka velgengi auglýsinga sem við framleiðum. Hann leggur ríka áherslu á að mynda persónuleg og náin viðskiptasambönd. Hann hefur góða þekkingu á stafrænu miðlunum og sér tækifærin sem fyrirtæki geta nýtt sér til að hámarka árangur.

 

 

Fyrir Blindspot starfar einnig fjölbreyttur hópur verktaka, sem koma að okkar ýmsu verkefnum, hver og einn með sérhæfingu á sínu sviði. 

 

Vilt þú bætast við hóp ánægðra viðskiptavina? Ekki hika við að hafa samband, við hlökkum til að heyra frá þér!