Um okkur

Þjónustan okkar

Fjölbreytt framleiðsla
Við framleiðum myndefni fyrir viðskiptavini okkar ætlað hinum ýmsu miðlum og má meðal annars nefna gerð auglýsinga, kynningarefnis, Sjónvarpsþáttargerð, grafísk myndbönd, streymi, tónlistarmyndbönd og almenn efnissköpun. Við sinnum öllum stigum framleiðslunnar og getum því tekið að okkur heildarverkefni frá byrjun til enda eða ákveðna hluta hennar.
Það fer einfaldlega allt eftir stærð verkefna og þörfum viðskiptavina okkar hverju sinni.

Ráðgjöf
Umhverfi auglýsingamiðla breytist ört og því er mikilvægt að aðlaga sig hratt og fylgja þeim trendum sem eru uppi á hverjum tíma. Við getum veitt viðskiptavinum fjölbreytta ráðgjöf, sem dæmi má nefna útfærslu á heildar verkefni, lengd myndbanda- og stærðarhlutföll út frá birtingarmiðlum. Það skiptir máli að vita hver endaútkoman er áður en hafist er handa.

Myndasafn/Stock efni
Undanfarin ár höfum við myndað fjölbreyttu hágæða efni af landinu öllu, bæði frá jörðu niðri og úr lofti með dróna. Ef þú ert í leit að sérstöku myndefni þá getur þú leitað til okkar.

Tækjaleiga
Við bjóðum einnig upp á fjölbreyttan tækjabúnað til leigu fyrir þá sem eru að framleiða sitt eigið efni. Hægt er að sjá úrval tækja á ShutterRental.

 


Um Blindspot

Blindspot var stofnað af Viktor A. Bogdanski sumarið 2016 með það markmið að bjóða upp á bestu mögulegu þjónustu við framleiðsu hverskyns myndefnis. Viktor hafði þá verið búinn að koma að hinum ýmsu sviðum framleiðslunnar og hefur nýtt sína þekkingu til að viðhalda háum gæðastaðli í gegnum allt framleiðsluferlið. Frá fyrsta degi hefur Blindspot unnið sér inn gott orðspor á gæðum og þjónustu, þá helst með „word of mouth“. En það hefur verið nær eina auglýsing fyrirtækisins út á við frá stofnun þess.  Í gegnum árin höfum við sankað að okkur frábærum hóp verktaka sem koma að okkar verkefnum með sérþekkingu og fagmennsku.

Það skiptir okkur máli að útkoman sé ávallt eftir væntingum viðskiptavina.

 

Vilt þú bætast við hóp ánægðra viðskiptavina?
Ekki hika við að hafa samband, við hlökkum til að heyra frá þér!