Þegar birta á ljósmyndir eða myndbönd á samfélagsmiðlum getur verið erfitt að átta sig á því hvaða stærðarhlutfall (Aspect ratio) hentar best hverju sinni. Myndefnið birtist ekki endilega eins á öllum miðlum því skjástærðir notenda eru misjafnar og miðlarnir sjálfir eru ólíkir.
Til að hámarka nýtinguna á myndfletinum er gott að þekkja hlutföllin og aðlaga myndefnið að þeim miðli sem það verður birt á.
Hér förum við yfir þau stærðarhlutföll sem helstu samfélagsmiðlar styðja í dag.
Facebook styður eftirfarandi stærðarhlutföll: 1.91:1, 16:9, 1:1, 4:5, 2:3 og 9:16.
(Hæsta upplausn sem er í boði: 1080 x 1920 eða 1920 x 1080)
- Hlutföll fyrir myndbönd skoðuð í símtækjum: kassalaga (1:1) og lóðrétt (4:5, 2:3 og 9:16).
- Facebook story frá 9:16 til 1.91:1
- Ljósmyndir settar í færslur: 1:1, 4:5, 2:3
- Facebook carousel – mælt með 1:1
Instagram styður eftirfarandi stærðarhlutföll: 1:1, 4:5, 1.9:1 , og 16:9.
(Hæsta upplausn sem er í boði: Ótakmörkuð – miðast við 4GB í vídeó)
- Instagram Story styður einungis 9:16
- Hlutfall sem hentar myndum best: 1:1, 4:5
- Hlutfall sem hentar myndböndum best: 4:5
Snapchat styður bara stærðarhlutfallið 9:16.
(Hæsta upplausn sem er í boði: 1080 x 1920)
Twitter styður allt frá 1:2:39 to 39:2:1.
(Hæsta upplausn í boði: 640 x 640)
- Upplausninir sem mælt er með að nota er 16:9 og 1:1.
Youtube styður öll hlutföll.
(Hæsta upplausn sem er í boði: 7680 x 4320)
Niðurstaða
Út frá þessu má gera ráð fyrir því að nota megi bæði ljósmyndir og myndbönd á fleiri en einum miðli með því að hafa það í hlutfallinu 1:1 eða 4:5. Ef ætlunin er að birta efnið á IGTV, IG Story eða FB Story þá verður efnið að vera í hlutföllunum 9:16. Fyrir þá sem láta framleiða fyrir sig myndefni þurfa því að huga vel að því á hvaða miðli efnið á að birtast. Sem dæmi má nefna að ef efnið er vistað í hlutföllunum 16:9 (sjá mynd fyrir neðan) og ætlunin er að breyta því í 4:5 eftirá, þá þarf að skera stóran part af hægri og vinstri hlið myndarinnar í burtu. Þetta merkir líka að gæðin gætu verið talsvert minni í stað þess að efnið sé í upphafi tekið miðað við það hlutfalli sem á að nota.
Hér sjást mismunandi stærðarhlutföll og hve mikið þarf að skera af myndinni ef breyta á stærðarhlutfallinu úr 16:9 yfir í önnur hlutföll.
Til viðbótar má hér sjá dæmi um stærð pixlana miðað við hvert stærðarhlutfall.
1.91:1 – 1200 x 628
16:9 – 1920 x 1080 (Full HD) / 3840 x 2160 fyrir youtube (4K)
1:1 – 1200 x 1200
4:5 – 1080 x 1350
2:3 – 800 x 1200
9:16 – 1080 x 1920
Comments are closed.