Fjarstýrðir drónar hafa skapað sér stóran sess á skömmum tíma um allan heim. Bæði í tengslum við kvikmyndagerð en ekki síður hjá almenningi. Fólk á öllum aldri getur skotist út í búð, keypt sér dróna og byrjað að fljúga honum.
Hins vegar setti Samgöngu- og sveitarstjórnarráðið reglugerð í tengslum við flug á drónum (loftstýrðum loftförum) sem tók gildi í desember 2017. Reglugerðin er sett með það að markmiði að tryggja flugöryggi og réttindi borgara.
Það er mikilvægt að fólk kynni sér þessar reglur áður en byrjað er að fljúga drónanum til að tryggja öryggi flug öryggi. Hér tökum við saman helstu reglur um drónaflug sem birtar eru á vef Samgöngustofu og förum yfir algeng mistök flugmanna.
Reglur um drónaflug
– Auðkenna þarf drónann með nafni, heimilisfangi og símanúmeri.
– Skrá þarf drónann á heimasíðu Samgöngustofu.
– Leyfð heildarþyngd dróna í þéttbýli er 3 kg.
– Dróninn þarf alltaf að vera í sjónsviði.
– Virða skal svæðisbundin bönn á drónaflugi.
– Það þarf að tryggja að notkun drónans valdi ekki óþarfa ónæði, skaði ekki fólk né dýr eða valdi tjóni á eignum.
– Heimildir til flugs í grennd við íbúðarhúsnæði eða annars staðar þar sem fólk dvelst og á athafnasvæðum gilda almennar reglur um vernd eignarréttar, friðhelgi einkalífs og persónuverndar.
Ekki er leyfilegt að fljúga:
– Hærra en 120 metra hæð frá jörðu án sérstaks leyfis frá Samgöngustofu.
– Nærri byggingum og athafnarsvæðum sem miðast við 50 m fjarlægð í þéttbýli og 150 m fjarlægð í dreifibýli.
– Nær opinberum byggingum (Byggingar í eigu hins opinbera) en 150 m.
– Nærri umferð bíla, skipa og flugumferðar.
– Yfir mannfjölda (Athugið að umráðamaður drónans/flugmaður er persónulega ábyrgur fyrir öllu tjóni af völdum drónans).
– Innan 2 km frá alþjóðaflugvöllum og 1,5 km við aðra áætlunarflugvelli án samráðs við rekstraraðila flugvallarins (þó með þeirri undantekningu ef flogið er neðar en hæsta mannvirki í nágrenni flugferils drónans).
Undanþága fyrir drónaflugi
Hægt er að sækja um undanþágu frá ákveðnum þáttum reglugerðarinnar hjá Samgöngustofu og óska eftir samþykki um flug innan svæðistakmarkanna við alþjóðlega- og áætlunarflugvelli. Umsóknareyðublöðin má finna í tenglum neðst í greininni. Athugið að hvert útgefið leyfi frá Samgöngustofu kostar 41.100kr (auk tímagjalds fyrir flóknar leyfisveitingar).
Í ljósi þess að reglulega birtast fréttir af drónaflugi nærri mönnuðum loftförum þá viljum benda á að drónaflug við Reykjavíkurtjörn, Granda, Vesturbæ Reykjavíkur, Kársnes svæðið í Kópavogi, Nauthólsvík og Öskjuhlíðina getur verið sérstaklega hættulegt. En þetta eru svæði sem eru í beinni lendingarlínu hjá flugvélum og þyrlum.
Broti á reglugerðinni og afleiðingar þeirra
Reglugerðin sækir lagastoð í lög um almennar loftferðir (sjá tengil neðst). Samkvæmt 141 gr. laganna varðar brot á þessum reglugerðum sektum eða fangelsi allt að fimm árum. Auk þess hefur Samgöngustofa heimild til að skipa loftfari að lenda, fari stjórnandi loftfars ekki eftir fyrirmælum er handhafa stjórnvaldsins heimilt að hindra áframhaldandi flug loftfarsins með viðeigandi ráðum. Við mælum með því að umráðamenn dróna skoði sérstaklega greinar 37, 77, 128, 131 og 135.
Algengustu mistök flugmanna
Best er að læra af mistökum annarra og því tökum við hér saman helstu mistökin hjá nýjum og óvönum flugmönnum.
Fljótfærni – Langflest mistök gerast vegna fljótfærni! Gefðu þér alltaf góðan tíma að fara yfir drónann, stillingar og nærliggjandi umhverfi.
Skipulagning fyrir flug – Ef eitthvað fer úrskeiðis er mikilvægt að hafa öruggan stað til að nauðlenda. Þeir sem hafa upplifað nauðlendingu hafa þetta á hreinu.
Læsa spöðum almennilega – Farið tvisvar yfir alla spaða og gangið úr skugga um að þeir séu læstir á mótorunum. Það er leiðinlegt að leita að þeim eða glata spöðum þegar þeir fjúka af.
Fljúga í of miklum vind – Helsta hættan við að fljúga í miklum vind er þegar tekið er á loft og við lendingu, en þá er hann hvað viðkvæmastur fyrir vindinum. Dróninn getur auðveldlega endað á hliðinni ef það kemur vindhviða á þessum viðkvæma tímapunkti.
Fljúga of langt í burtu – Kuldi, vindkæling og mótvindur eru oftast orsökin þegar dróninn verður batteríslaus á bakaleiðinni. Ef að það er kalt úti og/eða mikill vindur þá þarf sérstaklega að huga að þessum þáttum.
Minniskort – Gangið úr skugga að kortið hafi nægan leshraða svo það höndli gagnamagnið. Munið líka að setja minniskortið í drónann fyrir flug.
Þrífa linsuna – Það á það til að uppgötvast þegar heim er komið að linsan var skítug. Skoðið linsuna/filterinn áður en farið er í loft.
Flug á þekktum “hættusvæðum” – Það virðist sem ákveðin svæði séu ekki “drone friendly”. En á þessum svæðum vill það til að drónar hagi sér undarlega og látið undan stjórn flugmannsins. Yfirleitt stafar þetta af eðlilegum ástæðum (t.d. slæmt GPS samband eða segulsviðs truflanir) en gott er að kanna svæðið fyrir flug. Sem dæmi má nefna Krýsuvíkina, en við vitum til þess að þó nokkrir drónar hafa endað í Kleifarvatni.
RTFM – Já, lesið bæklinginn! Kynnið ykkur eiginleika drónans, öryggisatriði og virknina á bak við hann.
Batterýending – Munurinn getur verið mikill á endingunni eftir veðurfari. Hugið vel að áhrifum frá kulda og vindhraða.
Setja gimbal hlífina á gimbalinn – Það er mjög algengt að fólk gleymi eða sleppir því að setja hlífina á gimbalinn á drónanum eftir flug. Þetta er bókuð viðgerð eftir nokkur skipti án hlífarinnar.
RTH – Verið viss um að Return to Home stillingarnar séu réttar miðað við umhverfið sem þið eruð að fljúga í.
Tenglar yfir helstu upplýsingar og umsóknir fyrir drónaflug
ISAVIA – Beiðni um drónaflug í nágrenni flugvallar
Samgöngustofa – Reglur um fjarstýrð loftför
Samgöngustofa – Skráning dróna
Samgöngustofa – Undanþága fyrir flugi á drónum
Listi yfir alþjóðaflugvelli
Listi yfir áætlunarflugvelli
Lög um loftferðir
Comments are closed.