Þegar talað er um birtingar er í grunninn verið að tala um markaðsefni sem fyrirtæki setur fram á ákveðnum vettvangi til birtingar fyrir neytendur. Áður fyrr gat verið mikil kúnst að koma sínu efni til réttra aðila, en með komu samfélagsmiðlanna hefur í raun aldrei verið auðveldara fyrir fyrirtæki að birta efnið sitt til notenda.
Lækkandi hlutfall gjaldfrjálsra birtinga
Flest fyrirtæki reka að minnsta kosti einn samfélagsmiðil og þeir vinsælustu í dag eru Facebook og Instagram. Á miðlunum gefst tækifæri til að deila upplýsingum, myndum og öðru efni með þeim aðilum sem hafa áhuga á fyrirtækinu. Umhverfi samfélagsmiðlanna breytist líkt og annað, það sem var mjög árangursríkt hér áður fyrr þarf ekki að vera að skila sér jafn vel í dag. Hér áður fyrr þegar fyrirtæki birtu nýja færslu þá sá meirihluti fylgjenda þeirra færsluna, en nú er öldin önnur og einungis sjá um 2-10% af öllum fylgjendum færsluna.
Á miðlum eins og Facebook og Instagram þarf almenningur og fyrirtæki ekki að greiða fyrir að setja upp prófíl og nota miðlana. Með því að lækka það hlutfall sem sér uppfærslur þá eru miðlarnir að þrýsta á fyrirtæki að greiða fyrir birtingar til að ná til fleiri aðila. Þannig geta þeir haldið uppi samfélagsmiðlunum og notendur þurfa ekki að greiða fyrir notkunina.
Design by Freepik.com
Eigum við þá að kosta allar birtingar?
Þegar settar eru fram kostaðar auglýsingar er þeim beint á ákveðna markhópa og yfirleitt er það þannig sett upp að aðeins þeir sem eru innan þess mengis koma til með að sjá birtinguna. Það þýðir að færslurnar þínar eru ekki sjáanlegar á veggnum þínum og þar að leiðandi sjá þeir fylgjendur sem skoða miðlana þína ekki auglýsinguna. Því er mikilvægt að vera einnig með ókostað efni á miðlinum sem er ætlað sem upplýsingagjöf til fjöldans. Þessar ókostuðu færslur ættu að ná til stærri hóps og eru í raun ætlaðar öllum sem koma til með að sjá þær. Með því að kosta einungis færslur sem eru ætlaðar fyrirfram ákveðnum marhóp, ert þú talsvert líklegri til að ná sölu í gegn og ert þar af leiðandi að takmarka þann kostnað sem settur væri í að birta auglýsingu til fólks sem hafur kannski lítinn sem engan áhuga á þjónustu eða vörunni. Með kostuðum birtingum getur þú þannig hámarkað nýtingu á birtingafé og komið í veg fyrir að beinlínis eyða fénu með því að fá ekkert til baka.
Kostaðar birtingar
Uppsetning kostaðra birtingaherferða getur verið af ýmsum toga og markmið þeirra fjölbreytt. Hvort sem verið er að sækjast eftir aukinni umferð um heimasíðu fyritækisins, fleiri fylgjendum á samfélasgmiðlum, skráningu á póstlista eða jafnvel hreinni sölu á vöru eða þjónustu, þá er markmið auglýsinga ávalt að bæta tekjuflæði fyrirtækisins til skemmri eða lengri tíma með aukinni vitund viðskiptavinanna.
Kostaðar birtingar hafa alltaf verið til staðar hvort sem um er að ræða í tímaritum, fréttablöðum eða sjónvarpi. Undanfarin ár hafa fyrirtæki verið að færa sig meira yfir á stafræna miðla, því með reynslu og þekkingu er orðið auðveldara að birta efni fyrir fyrirfram ákveðna markhópa og mæla árangur auglýsinga með tækninni. Það sem heillar líka við kostaðar auglýsingar á stafrænum miðlum er að þú hefur tækifæri til að A/B testa auglýsingar á einfaldan hátt og keyra þær samtímis í rauntíma. En með A/B testum eru fleiri en ein auglýsing keyrð samtímis á miðlunum, þær eru yfirleitt líkar í sniði en búið er að breyta textum, myndefni eða auglýsingaféi með það að leiðarljósi að sjá hver þeirra nær mesta árangri.
Sumir fyrirtækjaeigendur kannast kannski við að koma ósáttir út úr viðskiptum við birtingaraðila. Það er yfirleitt vegna óraunhæfra væntinga sem fagilaðilinn hefur skapað með söluræðum sínum. Til að koma í veg fyrir slíka upplifun er gott að átta sig á því hvernig birtingar virka og hverju kostaðar birtingar geta raunverulega skilað. En með kostuðum birtingum, eru notuð kerfi og tól sem afmarka þá hópa sem eru líklegir til þess að versla tiltekna vöru eða þjónustu (eða þau markmið sem sett hafa verið upp). Það eru ótal margir þættir sem hafa síðan áhrif á það hvort salan fari í gegn. Sem dæmi má nefna árstíð, hve góð sjálf auglýsingin er, utanaðkomandi þætti (t.d Covid), hvort lendingarsíðan sé góð, osfr..
Design by Freepik.com
Markmiðasetning er einnig mjög mikilvægur þáttur og það að setja sér lítil markmið og byggja þaðan upp er raunhæfara heldur en að ætlast til of mikils frá blábyrjun. Einnig er gott að hafa í huga að þrátt fyrir að tilteknar birtingar skili ekki alltaf þeim markmiðum sem sett voru í upphafi, þá á sér stað gagnasöfnun og þessi gögn er hægt að nýta til áframhaldandi markaðsstarfs.
Í grunninn er engin töfraformúla sem virkar fyrir alla og því leggjum við áherslu á að hafa opinn hug og kanna nýjar aðferðir til að koma skilaboðum til markhópsins. Í dag eru samfélagsmiðlarnir mjög líklegir til árangurs og það verður áhugarvert að sjá hvaða nýja möguleika framtíðin ber í skauti sér.
Við hjá Blindspot leggjum áherslu á heiðarleika og gegnsæi í okkar viðskiptaháttum og viljum því hafa viðskiptavini vel upplýsta. Við hvetjum minni fyrirtækjaeigendur til að setja sig inn í auglýsingaveitur samfélagsmiðlanna hafi þeir til þess tíma og vilja. Það getur þó verið ákveðið öryggi falið í því að hafa reynda aðila til að sjá um birtingar fyrir sig, því þeir þekkja kerfið og sjá strax hvort tilteknar auglýsingar eru að skila tilætluðum árangri. Þeir geta þá stigið inn í og gert breytingar svo auglýsingaféi sé best varið. Við getum eflaust verið sammála um að enginn vill eyða fjármagni í birtingar sem skila litum sem engum árangri.
Comments are closed.