Apple ProRes er einn mest notaði kóðari (e. Codec) í dag og hefur fest sig í sessi sem mikilvægur staðall í upptökum, eftirvinnslu, afspilun og í skjalageymslu. Apple hafa haldið áfram að þróa kóðarann en sumarið 2018 gáfu þeir út ProRes RAW, sem eykur hagkvæmni talsvert í upptökum og eftirvinnslu innan kvikmyndargerðarinnar.
Þar sem ProRes kóðarinn var hannaður af og er í eigu Apple var hann fyrst um sinn einunigs í boði fyrir Apple notendur. PC notendur þurftu áður fyrr að umbreyta ProRes skrám yfir í sambærilegt snið til þess að geta unnið með þær en síðar var bætt við stuðningi til afspilunar. Að koma ProRes út úr myndvinnsluforritum var þó enn ekki í boði og hefur það fram að þessu valdið mörgum talsverðum vandræðum því að ProRes er nú orðinn sá staðall sem flestir nota.
(Mynd fengin af vefsíðu Adobe)
En nú geta PC notendur loksins andað léttar því að ný uppfærsla frá Adobe opnar fyrir möguleikann á því að búa til ProRes skrár. Nánar tiltekið eru það forritin Adobe Premiere Pro CC, Media Endocer CC og After Effects CC forritin sem nú bjóða upp á að „exporta“ ProRes 422 og ProRes 4444 .
Fyrir þá sem keyptu eldri útgáfur af Adobe forritunum og geta ekki nýtt sér uppfærsluna hafa þó möguleikann á því að kaupa AfterCodes pakka hjá Aescripts. En í gegnum þá er hægt að setja upp viðbót sem býður upp á sama möguleika og uppfærslan frá Adobe.
Tilkynninguna frá Adobe um uppfærsluna má lesa hér.
Comments are closed.