Instagram hefur nú gefið út nýja viðbót að nafni IGTV.
IGTV virkar sem sjálfstætt app en einnig er hægt að opna það í gegnum Instagram appið ef þú hefur náð í nýjustu uppfærsluna.
Myndbönd á Instagram hafa notið mikilla vinsælda og þetta virðist vera svar þeirra við því og gæti mögulega farið í samkeppni við Youtube ef rétt er haldið á spilunum.
Með nýja appinu fylla myndböndin alveg út í skjá símans og nú er hægt setja inn myndbönd í allt að 60 mínútur að lengd. Ein af stóru breytingunum er sú að ekki er hægt að taka upp myndbönd í gegnum appið sjálft heldur þarf að sækja myndbönd sem búið er að taka upp og eru staðsett í möppu í símanum.
Þetta merkir að IGTV gæti verið góður vettvangur fyrir fyrirtæki til að kynna sig og sína þjónustu á frumlegan hátt með myndböndum. Búast má við að þeir bæti við „sponsored ads“ í framhaldinu, sem mun gefa fyrirtækjum enn frekari möguleika til að ná til enn fleiri notenda með hnitmiðuðum auglýsingum.
Við hjá Blindspot getum hjálpað þér að koma þínu fyrirtæki á framfæri á þessum nýja og spennandi miðli.
Comments are closed.