Myndbönd á samfélagsmiðlum.
Innreið myndbanda hefur verið gífurleg síðustu misseri og það hefur ekki farið framhjá mörgum hve mikil aukningin hefur verið á öllum helstu samfélagsmiðlum. Sumir velta þó enn fyrir sér hvort þeir ættu sjálfir að auglýsa sína vöru eða þjónustu með myndböndum og spyrja sig jafnvel hvort það skipti raunverulega einhverju máli fyrir reksturinn.
Svarið við þeirri spurningu er í nær öllum tilvikum einfaldlega JÁ. Við skulum skoða aðeins af hverju þetta skiptir svona miklu máli í dag.
Ár hvert er tekin saman tölfræði um myndbandsáhorf á samfélagsmiðlum sem gott er að rýna í til þess að átta sig á straumhvörfum hverju sinni og hvert þróunin liggur. Undandarin ár hefur verið umtalsverð aukning hvað varðar myndbandsáhorf á netinu og tölurnar benda til áframhaldandi aukningar á komandi árum.
Tölfræðin.
Hér má sjá nokkur dæmi sem Forbes og SocialMediatoday tóku saman frá árinu 2017 um samskipti fólks við myndbönd á samfélagsmiðlum.
- 30% af tíma fólks á samfélagsmiðlum fer í að skoða myndbönd.
- Myndbönd á samfélagsmiðlum hafa 1200% fleiri deilingar borið saman við ljósmyndir og texta.
- Myndbönd á Facebook hafa 135% meiri ókostaða dreifingu en ljósmyndir.
- Að hafa myndband á lendingarsíðu getur aukið líkur á sölu um allt að 80%.
- Samkvæmt tölum frá youtube hækkar myndbandsáhorf um 100% ár hvert.
- Fyrirtæki sem notast við myndbönd fá allt að 41% meiri umferð á heimasíðuna frá leitarvélum heldur en þau sem gera það ekki.
- Myndbönd sem ná upp að 2 mínútum á lengd fá flest áhorf.
Eins og þessar tölur gefa til kynna þá getur það haft umtalsverð áhrif fyrir fyrirtæki að nota myndbönd í markaðsfræðilegum tilgangi. Sérstaklega þar sem nú er á auðveldan hátt hægt að sníða birtingar að ákveðnum markhóp og sjá svart á hvítu hvaða árangur auglýsingin er að skila. Það að fá fólk til að muna og taka eftir vöru eða þjónustu er mjög dýrmætt.
Hvernig er best að byrja?
Það er margt sem þarf að hafa í huga þegar fyrirtæki ætla að markaðssetja sig með myndböndum en flest framleiðslufyrirtæki geta aðstoðað við að finna út hvað hentar hverjum og einum best. Fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessum málum er gott að velta fyrir sér hver markhópur þeirra er og á hvaða miðlum best sé að auglýsa á. Til þess að myndbandið eða auglýsingin beri sem mestan árangur eru ákveðnir hlutir sem vert er að huga að.
Sem dæmi má nefna:
- Hver er markhópurinn?
- Hvernig er best að ná til markhópsins?
- Hvaða miðill hentar auglýsingunni best?
- Hvað ætti myndbandið að vera langt?
- Hver er endanleg vara eða þjónustan sem á að auglýsa?
- Þarf auglýsingin að vera tímalaus svo hægt sé að endurnýta hana?
Þetta er að sjálfsögðu eitthvað sem við hjá Blindspot getum aðstoðað við og þá er um að gera að koma hugmyndinni í framkvæmd!
Með því að skapa efni ætlaða samfélagsmiðlinum og/eða heimasíðunni kemst varan eða þjónustan betur til skila og verður minnisstæðari. Fyrirtæki sem nýta sér þessa markaðssetningu njóta einnig góðs af því þegar samkeppnisaðilarnir gera það ekki.
Comments are closed.