Flest fyrirtæki og stofnanir í dag ættu að hafa áttað sig á mikilvægi myndbanda í markaðsstarfi sínu og gera sér grein fyrir tækifærum sem þar liggja. Neytendur kjósa sífellt í auknum mæli að horfa á myndbönd þegar þeir eru kynna sér vörur og þjónustu fyrirtækja. Tölfræðin sýnir að vel heppnuð myndbönd laða að nýja viðskiptavini, auka sölu og ýta undir jákvæða vörumerkjavitund. Það virðist skipta litlu máli hvaða rannsókn er skoðuð, þær benda allar til aukningar á áhorfi myndbanda á samfélagsmiðlum og það lítur út fyrir að toppnum verður harla náð í náinni framtíð.
En hvað segir tölfræðin okkur?
Tölfræðin
Við ætlum að fara yfir tölfræði frá Ástralska fyrirtækinu Breadandbeyond sem tók saman helstu punkta fyrir árið 2020. Tölfræðin gefur okkur innsýn í stefnu og strauma myndbanda á samfélagsmiðlum og virkni þeirra um þessar mundir. Hér eru nokkrir punktar frá rannsókn þeirra.
-
- 87% markaðsfræðinga nota myndbönd í markaðssetningu.
- 97% markaðsfræðinga telja myndbönd virka betur við að kynna vöru og þjónustu til viðskiptavina og hjálpar við að auka sölu.
- 72 % viðskiptavina kjósa að læra um vöru eða þjónustu í gegnum myndbönd.
- Á hverju ári tvöfaldast myndbandsáhorf.
- 54% neytenda vilja meira efni í myndbandaformi.
- 75% notenda kjósa að horfa á lárétt myndbönd en 25% þeirra lóðrétt.
- Facebook deilingar með myndböndum fá flest “engagements” eða 13.9% þeirra.
- Instagram hefur verið í mesta vexti umfram aðra miðla við að umbreyta auglýsingum yfir í sölur.
- Gagnvirk myndbönd eru að verða sífellt stærri partur af markaðssetningnu með góðum árangri.
- 11% fyrirtækja ætla sér að nýta VR í markaðssetingu á komandi árum.
- 93% fyrirtækja fá nýjan viðskiptavin með því að deila myndböndum á samfélagsmiðlum.
- 99% markaðsfulltrúa ætla að halda áfram að nota myndbönd í markaðssetningu og 88% af fyrirtækjum ætla að auka fjármagn í því skyni.
- Að ná athygli áhorfenda í byrjun myndbands skiptir miklu máli þar sem 65% þeirra hætta að horfa á eftir nokkrar sekúndur.
Hægt er að skoða ítarlegri infógrafík frá þeim á heimasíðu þeirra HÉR.
Okkar mat
Með tilkomu COVID-19 hafa fyrirtæki hérlendis í auknum mæli prófað nýjar leiðir í markaðssetningu og má meðal annars nefna live-streymi þar sem mörgum þeirra hefur tekist það með framúrskarandi árangri. Við spáum því að live streymi muni aukast og verði vinsælt tól í markaðsstarfi fyrirtækja á komandi árum. Svo fremur sem fyrirtæki finna nýjar og áhugaverðar leiðir til að nýta sér þetta form, þá mun vera hægt að ná góðum árangri á þann hátt.
Myndbönd sem eru stutt, hnitmiðuð og áhugarverð eru mun líklegri til að ná til áhorfandans. Daglegt áreiti samfélagsmiðala hefur aukist gífurlega sem hefur valdið því að atygli og einbeitning fólks hefur dvínað.
Aukningu fyrirtækja á framleiðslu myndbandsauglýsinga í markaðsskyni kallar á fjölbreytni og nýstálegar útfærslur til að ná betur til tilvonandi viðskiptavina. Fólk leitar í meiri mæli að áhugarverðu myndefni og það er undir fyrirtækjum komið að sníða auglýsingar að þörfum fólks ef auglýsingin á að ná tilsettum árangri.
Comments are closed.